• þri. 30. nóv. 2021
  • Mótamál

Skýrslur starfshópa um fyrirkomulag móta

Árlegur fundur formanna og framkvæmdastjóra aðildarfélaga KSÍ fór fram um liðna helgi og þar voru meðal annars kynntar skýrslur starfshópa um fyrirkomulag móta meistaraflokka.  Starfshóparnir hafa fundað reglulega, leitað álits og fjallað um fyrirkomulag í deildarkeppni og bikarkeppni.  Framundan eru svo frekari kynningar og samtöl við aðildarfélög um niðurstöðurnar og tillögur hópanna.  

Smellið hér að neðan til að skoða skýrslur hópanna.  Kynningar á niðurstöðunum má sjá í frétt um fund formanna og framkvæmdastjóra, sjá hér.

Boðað hefur verið til opinna vinnufunda á Teams um niðurstöðurnar og tillögurnar með fulltrúum aðildarfélaga KSÍ.

Miðvikudagur 1. des kl 16:30

  • Skýrsla starfshóps um neðri deildir karla, umsjón Björn Friðþjófsson formaður hópsins.

Mánudagur 6. des kl. 16:30

  • Skýrsla starfshóps um fyrirkomulag á deildarkeppnum kvenna, umsjón Harpa Þorsteinsdóttir formaður hópsins.

Þriðjudagur 7. des kl. 16:30

  • Skýrsla starfshóps um fyrirkomulag Lengjudeildar karla, umsjón Vignir Már Þormóðsson formaður hópsins.