• mán. 03. jan. 2022
  • Landslið
  • A karla

Leikið við Finnland og Spán í mars

KSÍ getur nú staðfest annan vináttuleik A landsliðs karla í marsglugganum, en áður hafði verið tilkynnt um vináttuleik við Spánverja á Spáni 29. mars. Hinn mótherjinn verður Finnland og fer sá leikur fram 26. mars, einnig á Spáni. Leikstaður leiksins við Spánverja verður tilkynntur síðar, en leikurinn við Finna fer fram á Stadium Enrique Roca í Murcia.

Finnar eru sem stendur í 58. sæti á styrkleikalista FIFA og voru á meðal þátttökuþjóða í úrslitakeppni EM síðasta sumar.

Skoða styrkleikalista FIFA

Finnland og Ísland hafa mæst 12 sinnum í A landsliðum karla og var fyrsta viðureignin leikin árið 1956. Ísland hefur unnið 3 leiki, tvisvar sinnum hafa liðin gert jafntefli og sjö Finnar hafa unnið sjö sinnum.

Skoða fyrri viðureignir

Eins og áður hefur verið tilkynnt leikur A landslið karla einnig tvo vináttuleiki í janúar, gegn Úganda 12. janúar og gegn Suður-Kóreu 15. janúar, og fara báðir leikirnir fram í Tyrklandi. Leikmannahópurinn fyrir það verkefni verður tilkynntur á næstu dögum.