• fös. 07. jan. 2022
  • Landslið
  • A karla

Jökull inn fyrir Patrik

Ein breyting hefur verið gerð á leikmannahópi A landsliðs karla fyrir vináttuleikina gegn Úganda og Suður-Kóreu. Patrik Sigurður Gunnarsson er meiddur og í hans stað kemur Jökull Andrésson. Jökull hefur ekki áður verið í A-landsliðshópnum en á að baki tvo leiki með U21 landsliðinu og hefur jafnframt leikið fyrir U19 og U17 landslið Íslands.

Hópurinn

Leikirnir fara báðir fram í Tyrklandi - fyrri leikurinn gegn Úganda 12. janúar og sá seinni gegn Suður-Kóreu 15. janúar.