• mán. 10. jan. 2022
  • Landslið
  • A karla

Mæta Úganda á miðvikudag

A landslið karla er við æfingar í Belek í Tyrklandi um þessar mundir og leikur þar tvo vináttuleiki í vikunni.  Fyrst mætir liðið Úganda á miðvikudag kl. 14:00 að íslenskum tíma og síðan Suður-Kóreu á laugardag kl. 11:00 að íslenskum tíma.  Ísland hefur aldrei áður mætt þessum þjóðum í A landsliði karla.  Báðir leikirnir verða í beinni útsendingu á Stöð 2 sport.