• fim. 13. jan. 2022
  • Fræðsla
  • Litblinda

KSÍ þátttakandi í rannsókn um áhrif litblindu á þátttöku og framvindu í íþróttum

Knattspyrnusamband Íslands er þátttakandi í stórri rannsókn er snýr að algengi og áhrifum litblindu á þátttöku og framvindu í íþróttum.

Tilgangur rannsóknarinnar er að skoða nokkur atriði varðandi litblindu, til að sjá hvort það eru ákveðin atriði sem hafa áhrif á einstaklinga sem taka þátt í ýmsum íþróttagreinum á ýmsum stigum. Í Bretlandi hefur litblinda áhrif á um það bil 1 af hverjum 12 körlum og 1 af hverjum 200 konum og er ekki vel þekkt innan íþrótta. Þar sem hæfni til að taka fullan þátt í íþróttum og hreyfingu er mikilvæg fyrir heilsu og félagsleg samskipti til lengri tíma, höfum við áhuga á að reyna að skilja hvort við getum leitað möguleika til að gera þýðingarmiklar breytingar á vinnubrögðum til að auka þátttöku og ánægju af mismunandi íþróttum.

KSÍ hefur nú sent út til þjálfara tvo spurningalista, einn sem er ætlaður leikmönnum og annan fyrir þjálfara. Þeir sem eru áhugasamir um að taka þátt í rannsókninni og svara könnun geta haft samband við Dag Svein Dagbjartsson á dagur@ksi.is.

Hægt er að lesa meira um verkefnið á vef KSÍ.

Vefur KSÍ