• fös. 14. jan. 2022
  • Landslið
  • A karla

Mæta Suður-Kóreu á laugardag

A landslið karla mætir Suður-Kóreu í vináttulandsleik á laugardag og fer leikurinn fram í Belek, Tyrklandi.  Áður mætti íslenska liðið Úganda, einnig í Belek, á miðvikudag og lauk þeim leik með 1-1 jafntefli þar sem Jón Daði Böðvarsson gerði mark Íslands.

Ísland og Suður-Kórea hafa ekki áður mæst í A landsliðum karla.  Kóreska liðið er í 33. sæti á styrkleikalista FIFA og er öflugur andstæðingur sem áhugavert verður fyrir íslenska liðið að takast á við.  Leikurinn er sem fyrr segir á laugardag, hefst kl. 11:00 að íslenskum tíma og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 sport.