• fim. 24. feb. 2022
  • Landslið
  • A kvenna

A kvenna - tap í síðasta leik á SheBelieves Cup

A landslið kvenna tapaði 0-5 gegn Bandaríkjunum í síðasta leik liðsins á SheBelieves Cup. Leikurinn fór fram á Toyota Stadium í Frisco, Dallas. 

Catarina Macario kom Bandaríkjunum yfir á 37. mínútu með góðu skoti í stöngina og inn. Macario bætti svo við öðru marki undir lok fyrri hálfleiks og staðan því 2-0 fyrir Bandaríkjunum í hálfleik.

Mallory Pugh skoraði þriðja mark Bandaríkjanna eftir um 15 mínútna leik í síðari hálfleik. Pugh skoraði svo annað mark sitt í leiknum 15 mínútum síðar og staðan orðin 4-0. Kristie Mewis skoraði svo fimmta, og síðasta, mark leiksins á 88. mínútu og þungt tap staðreynd í kvöld.

Ísland endaði mótið í öðru sæti eftir að hafa unnið bæði Nýja Sjáland og Tékkland. Næstu leikir liðsins eru tveir leikir gegn Hvíta Rússlandi og Tékklandi í byrjun apríl, en báðir leikirnir fara fram ytra.