• lau. 26. mar. 2022
  • Landslið
  • A karla

Finnland og Ísland mætast í Murcia á Spáni í dag

A landslið karla mætir Finnum í vináttulandsleik í Murcia á Spáni í dag og hefst leikurinn kl. 16:00 að íslenskum tíma.  Leikurinn verður í beinni sjónvarpsútsendingu á Stöð 2 sport, en einnig verður hægt að fylgjast með gangi mála á samfélagsmiðlum KSÍ (@footballiceland) þar sem m.a. verður birt byrjunarlið Íslands skömmu fyrir leik og upplýst um helstu atvik leiksins (mörk, skiptingar, o.s.frv.).

KSÍ á Twitter

KSÍ á Facebook

KSÍ á Instagram

Búist er við rúmlega eitt þúsund áhorfendum á leikinn og þar af þó nokkrum fjölda Íslendinga sem eru staðsettir eða jafnvel búsettir á svæðinu.