• fös. 01. apr. 2022
  • Landslið
  • A karla

A karla - Ísland í 63. sæti heimslista FIFA

A landslið karla er í 63. sæti á nýjum heimslista FIFA sem hefur verið gefinn út.

Ísland fellur um þrjú sæti á milli útgáfa, en liðið var í 60. sæti þegar síðasti listinn var gefinn út 10. febrúar. Síðan þá hefur Ísland spilað tvo leiki, gert 1-1 jafntefli gegn Finnlandi og tapað 0-5 gegn Spáni.

Næstu leikir liðsins eru þrír leikir í Þjóðadeild UEFA í júní, leikur ytra gegn Ísrael og heimaleikir gegn Albaníu og Ísrael.

Hægt er að sjá nýjan heimslista FIFA á vef sambandsins.

Vefur FIFA