• mið. 06. apr. 2022
  • A kvenna
  • Landslið

A landslið kvenna komið saman fyrir leiki í undankeppni HM 2023

A landslið kvenna kom saman í upphafi vikunnar fyrir tvo leiki í undankeppni HM 2023 sem fer fram í Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Andstæðingar Íslands verða Hvíta Rússland og Tékkland.

Fyrri leikurinn fer fram á morgun gegn Hvíta Rússlandi. Leikurinn fer fram í Belgrad í Serbíu. Á föstudaginn ferðast liðið til Prag í Tékklandi þar sem síðari leikurinn fer fram þann 12. apríl.

Ísland er í öðru sæti riðilsins með níu stig eftir fjóra leiki. Auk Hvíta Rússlands og Tékklands eru Holland og Kýpur í riðli með Íslandi.

Smellið hér til að sjá nánar, fyrri viðureignir og fleira.

Leikurinn hefst kl. 16:0 að íslenskum tíma og er í beinni útsendingu á RÚV. Einnig verður hægt að fylgjast með gangi mála á samfélagsmiðlum KSÍ (@footballiceland) þar sem m.a. verður birt byrjunarlið Íslands skömmu fyrir leik og upplýst um helstu atvik leiksins (mörk, skiptingar, o.s.frv.).

KSÍ á Twitter

KSÍ á Facebook

KSÍ á Instagram