• fim. 07. apr. 2022
  • Landslið
  • A kvenna

A kvenna - frábær 5-0 sigur gegn Hvíta Rússlandi

A landslið kvenna vann frábæran 5-0 sigur gegn Hvíta Rússlandi, en leikið var í Belgrad.

Ísland hafði undirtökin allan leikinn og skoraði Dagný Brynjarsdóttir fyrsta mark leiksins strax á 16. mínútu. Liðið skoraði svo tvö mörk á tveimur mínútum, á 24. og 25. mínútu, og voru þar að verki Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og Berglind Björg Þorvaldsdóttir. Staðan því 3-0 í hálfleik.

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir bætti svo tveimur mörkum við í upphafi síðari hálfleiks, annað þeir með glæsilegu skoti úr aukaspyrnu. Frábær 5-0 sigur staðreynd og liðið tekur gott veganesti í leikinn gegn Tékklandi á þriðjudag, en hann verður leikinn í Teplice í Tékklandi.

Fyrir leik afhenti Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, þeim Dagnýju Brynjarsdóttur og Glódís Perlu Viggósdóttur blómvendi, en þær léku í dag sinn hundraðasta landsleik. Til hamingju Dagný og Glódís Perla!