• mið. 11. maí 2022
  • Landslið
  • U16 kvenna

U16 kvenna - Ísland mætir Portúgal á fimmtudag

U16 ára landslið kvenna mætir Portúgal á fimmtudag í fyrsta leik sínum á UEFA Development Tournament.

Leikurinn fer fram á Estadio Sao Sebastiao í Portúgal og hefst leikurinn kl. 15:00 að íslenskum tíma. Ísland mætir einnig Spáni og Austurríki á mótinu, Spáni laugardaginn 14. maí og Austurríki þriðjudaginn 17. maí.

Allir leikirnir þrír verða sýndir í beinni útsendingu á miðlum KSÍ.