• fös. 13. maí 2022

Félagaskiptaglugginn lokaði á miðvikudaginn

Félagaskiptaglugginn á Íslandi lokaði 11. maí síðastliðinn og voru mörg félög sem nýttu síðasta dag gluggans vel. Á þessum síðasta degi félagaskiptagluggans voru gerð 266 félagaskipti.

Hingað til hafa félagaskipti á árinu 2022 verið 1.990 talsins og þar af voru 549 félagaskipti framkvæmd í maí.

Á heimasíðu KSÍ má finna upplýsingar um öll félagaskipti í íslenskum fótbolta.