• þri. 17. maí 2022
  • Landslið
  • U16 kvenna

U16 kvenna - tap gegn Austurríki í lokaleik

U16 kvenna tapaði 2-3 gegn Austurríki í síðasta leik sínum á UEFA Development Tournament.

Sigdís Eva Bárðardóttir skoraði fyrsta mark leiksins á 16. mínútu og leiddi Ísland 1-0 í hálfleik. Austurríki skoruðu næstu tvö mörk leiksins, á 62. og 73. mínútu, áður en Bergdís Sveinsdóttir jafnaði leikinn með stórglæsilegu skoti af löngu færi sem fór í slánna og inn. Austurríki tryggði sér svo sigurinn á 89. mínútu.

Ísland hafði áður tapað gegn Portúgal og Spáni á mótinu, en Spánn endaði í efsta sæti með fullt hús stiga.