• þri. 24. maí 2022
  • Landslið
  • A karla

A karla - Miðasala á leiki Íslands í júní hefst 25. maí

Miðasala á leiki A karla gegn Albaníu og Ísrael í júní hefst miðvikudaginn 25. maí kl. 12:00 á tix.is.

Sama dag mun hópurinn fyrir leiki Íslands í júní vera kynntur.

Leikirnir eru báðir í Þjóðadeild UEFA og fara þeir fram á Laugardalsvelli. Ísland mætir Albaníu 6. júní kl. 18:45 og Ísrael 13. júní kl. 18:45.

Ísland leikur fjóra leiki í júníglugganum, en fyrsti leikur liðsins verður gegn Ísrael ytra fimmtudaginn 2. júní kl. 18:45. Liðið mætir svo San Marínó einnig ytra fimmtudaginn 9. júní kl. 18:45.

Miðaverð

Verðflokkur 1 - 7.500 kr
Verðflokkur 2 – 5.500 kr
Verðflokkur 3 – 3.500 kr

50% afsláttur fyrir 16 ára og yngri

Miðasala á leik Íslands og Albaníu

Miðasala á leik Íslands og Ísrael

Leikir A karla í júní

Ísrael - Ísland fimmtudaginn 2. júní kl. 18:45

Ísland - Albanía mánudaginn 6. júní kl. 18:45

San Marínó - Ísland fimmtudaginn 9. júní kl. 18:45

Ísland - Ísrael mánudaginn 13. júní kl. 18:45