• fim. 02. jún. 2022
  • Landslið
  • A karla

A karla - Jafntefli gegn Ísrael

A karla gerði 2-2 jafntefli við Ísrael í fyrsta leik liðanna í Þjóðadeild UEFA.

Leikurinn fór fram á Sammy Ofer Stadium í Haifa, Ísrael. Liðin mætast aftur, á Laugardalsvelli, mánudaginn 13. júní.

Ísrael skoraði fyrsta mark leiksins 25. mínútu, en Þórir Jóhann Helgason jafnaði metin rétt undir lok fyrri hálfleiks. Ísland hóf síðari hálfleikinn af krafti og bætti Arnór Sigurðsson öðru marki liðsins við á 53. mínútu. Lengi vel leit út fyrir að Ísland myndi fara heim með stigin þrjú, en heimamönnum tókst að jafna metin á 84. mínútu leiksins og 2-2 jafntefli því staðreynd.

Hákon Arnar Haraldsson lék sinn fyrsta leik fyrir A karla í kvöld.

Ísland mætir næst Albaníu og fer sá leikur fram á Laugardalsvelli mánudaginn 6. júní kl. 18:45. Miðasala á leikinn er í fullum gangi á tix.is

Miðasala