• mán. 06. jún. 2022
  • Landslið
  • A karla

Ísland mætir Sádi-Arabíu í Abu Dhabi í nóvember

KSÍ hefur samið við Knattspyrnusamband Sádi-Arabíu um vináttuleik þjóðanna í A landsliðum karla. Leikurinn fer fram í Abu Dhabi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum þann 6. nóvember næstkomandi. Landslið Sádi-Arabíu, sem er í 49. sæti á styrkleikalista FIFA, hefur sex sinnum komist í lokakeppni HM og tíu sinnum í lokakeppni Asíumóts landsliða þar sem liðið hefur þrívegis fagnað Asíumeistaratitli (1984, 1988 og 1996).

Ísland og Sádi-Arabía hafa mæst fimm sinnum áður í A-landsliðum karla, síðast árið 2002. Ísland vann fyrstu viðureign liðanna, sem fram fór árið 1984, og í leikjunum síðan þá hefur Sádi-Arabía unnið tvo leiki og tvisvar hafa liðin gert jafntefli.

Fyrri viðureignir