• mið. 08. jún. 2022
  • Landslið
  • A karla

Mæta San Marínó á fimmtudag

A landslið karla mætir San Marínó í vináttulandsleik á þjóðarleikvanginum í Serravalle á fimmtudag.  Leikurinn hefst kl. 18:45 og er í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Viaplay.

Ísland og San Marínó hafa ekki áður mæst í A landsliðum karla.  Þetta verður þriðji leikur íslenska liðsins í fjögurra leikja seríu í júní.  Liðið hefur þegar mætt Ísrael ytra og Albaníu á Laugardalsvelli í Þjóðadeildinni og gert jafntefli í þeim báðum.  Þriðji Þjóðadeildarleikurinn verður svo á Laugardalsvelli gegn Ísrael 13. júní, en í millitíðinni er fyrrgreindur vináttuleikur við San Marínó.

A landslið karla