• fim. 09. jún. 2022
  • A karla
  • Landslið

A karla - Sigur gegn San Marínó

Íslenska karlalandsliðið sigraði San Marínó 0-1 í vináttulandsleik fyrr í kvöld, leikið var á þjóðarleikvangi San Marínó í Serravalle. Mark Íslands skoraði Aron Elís Þrándarson og var þetta hans fyrsta mark fyrir A-landsliðið.

Leikurinn var þriðji leikur liðsins af fjórum í júní. Fjórði leikurinn í þessum leikjaglugga verður gegn Ísrael í Þjóðadeild UEFA. Hann fer fram mánudaginn 13. júní klukkan 18:45 á Laugardalsvelli. Miðasala fer fram á tix.is.

Mynd: Mummi Lú