• sun. 12. jún. 2022
  • A karla
  • Landslið

Mæta Ísrael á mánudag

A landslið karla mætir Ísrael á Laugardalsvelli á mánudag og er þetta önnur viðureign liðanna í Þjóðadeildinni.  Fyrri viðureignin fór fram í Haifa og lauk með 2-2 jafntefli eftir hörkuleik.  Ísraelar eru á toppi riðilsins í B-deild Þjóðadeildar UEFA eftir sigur á Albönum í Tirana á föstudagskvöld.  Sigurinn setur Ísraela vissulega í góða stöðu og íslenska liðið ætlar sér þrjú stig á mánudag.

Þar sem leikir Rússlands í Þjóðadeildinni munu ekki fara fram er ljóst að ekkert hinna liðanna þriggja í riðlinum á möguleika á að falla í C-deild.  

A landslið karla

Viðureign Íslands og Ísraels er í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Viaplay.  Á forsíðu Viaplay á Íslandi eru upplýsingar um hvernig fólk horfir á leikina.  Einnig verður hægt að fylgjast með gangi mála á samfélagsmiðlum KSÍ (@footballiceland).

Vefur Viaplay á Íslandi 

Leikur Íslands og Ísraels á mánudag hefst kl. 18:45.  Miðasala á leikinn er í fullum gangi á Tix.is.  Inngangar á Laugardalsvelli opna 90 mínútum fyrir leik.

Miðasala á leikinn