• mán. 20. jún. 2022
  • A kvenna
  • Landslið

A kvenna - Ísland upp um eitt sæti á heimslista FIFA

Íslenska kvennalandsliðið fór upp um eitt sæti á nýjum heimslista FIFA og er það nú í 17. sæti. Ísland hefur efst setið í 15. sæti listans.

Efstu þrú sæti listans haldast óbreytt, Bandaríkin eru efst, Svíþjóð í öðru sæti og Frakkland í því þriðja. Íslenska liðið mætir því franska á EM í júlí.

Metfjöldi liða er á listanum, alls 181. Næsti listi verður gefinn út 5. ágúst.

Heimslisti FIFA í heild sinni.