• þri. 21. jún. 2022
  • Landslið
  • A kvenna

Opin æfing kvennalandsliðsins á laugardaginn

Íslenska kvennalandsliðið er á leiðinni á EM á Englandi og af því tilefni verður blásið til opinnar æfingar á Laugardalsvelli laugardaginn 25. júní klukkan 11:00.  

Eftir æfingu gefa leikmenn eiginhandaráritanir og hægt verður að taka myndir með stjörnunum okkar! 

Við hvetjum alla stuðningsmenn og konur til að mæta og kveðja landsliðið.  

Hliðin opna fyrir gestum klukkan 10:30.