• þri. 21. jún. 2022
  • Landslið
  • U21 karla

U21 - Mæta Tékklandi í umspili fyrir EM

U21 landslið karla mætir Tékklandi í umspili um laust sæti í lokakeppni EM. Spilaðir verða tveir leikir og byrjar Ísland á heimaleik og síðari leikurinn verður leikinn í Tékklandi.

Leikirnir fara fram dagana 19.-27. september en nánari tímasetning verður tilkynnt síðar.

Aðrir leikir í umspilinu eru:

Króatía - Danmörk

Slóvakía - Úkraína

Írland - Ísrael

Lokakeppni EM U21 liða fer fram 21. júní - 8. júlí 2023 í Rúmeníu og Georgíu.

Liðin sem hafa nú þegar tryggt sér þátttökurétt á mótinu eru Belgía, England, Frakkland, Georgía, Þýskaland, Ítalía, Portúgal, Holland, Noregur, Rúmenía, Spánn og Sviss.