• mið. 22. jún. 2022
 • Fræðsla
 • Þjálfaramenntun

12 þjálfarar útskrifuðust með Afreksþjálfun unglinga þjálfararéttindi

Laugardaginn 21. maí útskrifuðust 12 þjálfarar með KSÍ Afreksþjálfun unglinga (UEFA Elite A Youth) þjálfaragráðu.  Eins og nafnið gefur til kynna er efni námskeiðsins helgað því hvernig vinna skuli með efnilegum leikmönnum á aldrinum 15-19 ára.  Einungis þjálfarar sem hafa KSÍ A/UEFA A þjálfararéttindi geta setið námskeiðið. Yfirþjálfarar félaga innan leyfiskerfis KSÍ þurfa að hafa Afreksþjálfun unglinga þjálfararéttindi.

Eftirtaldir þjálfarar útskrifuðust:

 • Aðalsteinn Aðalsteinsson
 • Alexandre M. Fernandez Massot
 • Alfreð Elías Jóhannesson
 • Aðalsteinn Jóhann Friðriksson
 • Björn Bjartmarz
 • Christopher Thomas Harrington
 • Jakob Leó Bjarnason
 • Jón Óli Daníelsson
 • Páll Einarsson
 • Sigurður Víðisson
 • Sólrún Sigvaldadóttir
 • Þórarinn Engilbertsson