• mán. 11. nóv. 2024
  • Fræðsla
  • Þjálfaramenntun

Um 50 þjálfarar sóttu endurmenntunarviðburð

Um liðna helgi fór fram endurmenntunarviðburður á vegum KSÍ og Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands (KÞÍ).  Fyrri hlutinn fór fram í Háskóla Reykjavíkur og seinni hlutinn í Fífunni í Kópavogi.  Meðlimir í KÞÍ fengu frítt á viðburðinn og þátttakendur með UEFA/KSÍ þjálfararéttindi fengu 6 endurmenntunarstig.  Alls voru þátttakendur um 50 talsins.

Í fyrri hlutanum var fjallað um samvinnu þjálfarateymis fyrir og í landsliðsverkefni þar sem Åge Hareide, Mounir Akhiat og Davíð Snorri Jónasson kynntu undirbúninginn fyrir verkefni hjá A landsliði karla. Åge er sem kunnugt er aðalþjálfari A landsliðs karla, Davíð Snorri er aðstoðarþjálfari og Mounir er leikgreinandi.

Í seinni hlutanum fjallaði Hallgrímur Jónasson þjálfari KA um Sóknar vörn (e. Rest Defence). Sá hluti var jafnframt tvískiptur - fyrst var bóklegur hluti sem fór fram í HR og síðan verklegur hluti í Fífunni.