• fim. 23. jún. 2022
  • A karla
  • Landslið

A karla - Standa í stað í 63. sæti á heimslista FIFA

Íslenska karlalandsliðið er í 63. sæti á nýjum heimslista FIFA. Liðið stendur í stað frá því síðasti listi var gefinn út í mars. Liðin fyrir ofan Ísland eru Panama í 61. sæti og Jamaíka í 62. sæti. Fyrir neðan íslenska liðið er Norður Makedónía í 64. sæti og Slóvenía í 65. sæti.

Brasilía er á toppnum og Belgía í 2. sæti eins og á síðasta lista. Argentína skaust upp fyrir Frakkland í 3. sætið og sendi Frakkland í það fjórða.

Ísland hefur hæðst náð 18. sæti og var það árið 2018.