• mið. 29. jún. 2022
  • Landslið
  • Hæfileikamótun

Jörundur Áki tekur tímabundið við

KSÍ hefur samið við Jörund Áka Sveinsson um að hann taki tímabundið við yfirumsjón þeirra verkefna sviðsstjóra knattspyrnusviðs sem snúa að yngri landsliðum karla og kvenna, auk ýmissa annarra verkefna. Arnar Þór Viðarsson, sviðsstjóri knattspyrnusviðs, er jafnframt þjálfari A landsliðs karla.

Jörundur Áki, sem er með UEFA Pro þjálfaragráðu og er núverandi starfsmaður knattspyrnusviðs og þjálfari U16 og U17 landsliða karla, hefur mikla reynslu af knattspyrnustarfi og þjálfun. Hann hefur þjálfað U21, U17 og U16 landslið karla og öll landslið kvenna og á að baki um eitt hundrað leiki sem aðalþjálfari landsliða, auk fjölmargra leikja sem aðstoðarþjálfari. Að auki hefur hann stýrt meistaraflokksliðum karla og kvenna í samtals um þrjú hundrað KSÍ-leikjum.

Mynd:  Hulda Margrét