• þri. 02. ágú. 2022
  • Dómaramál

Íslenskir dómarar dæma í Ungverjalandi

Á fimmtudaginn mun Fehérvár frá Ungverjalandi taka á móti Petrocub frá Moldavíu í Sambandsdeild UEFA. Dómarar í leiknum koma frá Íslandi.

Vilhjálmur Alvar Þórarinsson verður með flautuna og honum til aðstoðar verða Gylfi Már Sigurðsson og Birkir Sigurðarson. Helgi Mikael Jónasson verður fjórði dómari.