• fös. 05. ágú. 2022
  • Landslið
  • A kvenna

A kvenna - Vegna miða á Holland - Ísland

Íslenska kvennalandsliðið spilar tvo leiki í undankeppni HM 2023 í september. Síðari leikurinn verður gegn Hollandi í Utrecht í Hollandi þann 6. september.

Það er von KSÍ að Ísland muni eiga fjölda stuðningsmanna í stúkunni. Í góðu samstarfi við hollenska knattspyrnusambandið er KSÍ að vinna í því að fá miða á leikinn fyrir íslenska stuðningsmenn og þar með sjá til þess að þeir verði allir á sama svæði í stúkunni. Því biðlum við til stuðningsfólks íslenska liðsins að bíða með miðakaup þar til KSÍ hefur fengið miða fyrir íslenska stuðningsmenn.

Tilkynning verður send út á miðlum KSÍ þegar frekari upplýsingar liggja fyrir.

Riðill Íslands í undankeppni HM 2023