• mið. 17. ágú. 2022
  • Landslið
  • U15 karla
  • U15 kvenna

U15 karla og kvenna mæta Færeyjum aftur á fimmtudag

U15 karla og kvenna leika seinni vináttuleiki sína gegn Færeyjum á fimmtudag.

Leikirnir fara báðir fram á Tórsvelli. U15 kvenna leikur kl. 14:00 og U15 karla kl. 16:30. Hægt verður að sjá báða leikina í beinni útsendingu á vef færeyska sjónvarpsins.

Færeyska sjónvarpið

U15 kvenna vann fyrri leikinn 5-1 með mörkum frá Ragnheiði Þórunni Jónsdóttur, Kötlu Guðmundsdóttur, tvö, Rakel Evu Bjarnadóttur og Berglindi Freyju Hlynsdóttur. U15 karla vann sinn leik 4-0 og voru það Thomas Ari Arnarsson, Gils Gíslason, tvö, og Gabríel Snær Hallsson sem skoruðu mörkin.