• mán. 19. sep. 2022
  • Landslið
  • A karla

Venesúela í vikunni

A landslið karla er komið saman í Vínarborg í Austurríki þar sem það mætir Venesúela í vináttuleik á fimmtudag. Leikurinn hefst kl. 16:00 að íslenskum tíma, fer fram á Motion Invest leikvanginum í Wiener Neustadt, og er í beinni útsendingu á Viaplay.

Ísland hefur aldrei áður mætt Venesúela í landsleik.  Lið Venesúela er sem stendur í 56. sæti á styrkleikalista FIFA en Ísland er í 63. sæti.