• mið. 21. sep. 2022
  • Dómaramál

Íslenskir dómarar dæma erlendis

Helgi Mikael Jónasson og Egill Guðvarður Guðlaugsson verða í dómarateymum í undankeppni EM 2023 hjá U-19 landsliðum karla. Þeir félagar dæma tvo leiki í riðli tvö sem spilaður verður í Albaníu. Laugardaginn 24. september dæma þeir leik Tyrklands og Aserbaídsjan og þriðjudaginn 27. september dæma þeir leik Lúxemborgar gegn Aserbaídsjan. Helgi Mikael verður með flautuna í leikjunum tveimur og Egill Guðvarður verður aðstoðardómari.

Þeir Ívar Orri Kristjánsson og Oddur Helgi Guðmundsson verða einnig í dómarateymum í undankeppni EM 2023 hjá U-19 landsliðum karla. Þeir dæma í riðli sjö sem spilaður verður í Belgíu. Ívar Orri verður aðaldómari í leik Spánar og Albaníu laugardaginn 24. september og Oddur Helgi verður aðstoðardómari. Þriðjudaginn 27. september verður Oddur Helgi aðstoðardómari í leik Belgíu og Spánar og Ívar Orri verður fjórði dómari.

Á myndinni eru Helgi Mikael og Egill Guðvarður.