• mið. 21. sep. 2022
  • Dómaramál

Íslenskir dómarar í Þjóðadeildinni á fimmtudaginn

Íslenskir dómarar munu starfa á leik Litháen og Færeyja í C riðli Þjóðadeildarinnar fimmtudaginn 22. september. Dómarinn Vilhjálmur Alvar Þórarinsson, aðstoðardómararnir Gylfi Már Sigurðsson og Birkir Sigurðarson sem og fjórði dómarinn Þorvaldur Árnason munu starfa á leiknum.

Þetta er fyrsti leikur íslenskra dómara þar sem VAR er notað. Vilhjálmur, Gylfi og Birkir fóru í gegnum VAR þjálfunarkerfi UEFA árið 2019 sem veitir þeim réttindi til þess að starfa á leikjum þar sem VAR er notað.