• fim. 22. sep. 2022
  • Landslið
  • A karla

Víti í Vínarborg

A landslið karla lagði Venesúela með einu marki gegn engu í vináttuleik sem fram fór í Vínarborg í Austurríki í kvöld, fimmtudagskvöld.  Eina mark leiksins kom úr vítaspyrnu undir lok leiksins.

Leikurinn var í járnum lengst af, lítið um færi og staðan í hálfleik var markalaus.  Íslenska liðið þurfti að gera breytingu þegar Arnór Sigurðsson fór meiddur af velli eftir harða tæklingu á 20. mínútu.  Leikurinn opnaðist ekki mikið í seinni hálfleik og bæði lið léku sterkan varnarleik þó Ísland hafi átt nokkrar ágætis tilraunir til að skora.  Eina mark leiksins kom úr vítaspyrnu á 87. mínútu.  Brotið var á Þóri Jóhanni Helgasyni þegar hann reyndi markskot og Ísak Bergmann Jóhannesson skoraði úr vítaspyrnunni af miklu öryggi.

Eins marks sigur Íslands staðreynd og gott veganesti í leik sem er framundan gegn Albaníu í Þjóðadeild UEFA.