• fös. 07. okt. 2022
  • Landslið
  • U17 kvenna

U17 kvenna - tap gegn Sviss

U17 kvenna tapaði 1-3 gegn Sviss í öðrum leik sínum í fyrstu umferð undankeppni EM 2023, en leikið er á Ítalíu.

Emelía Óskarsdóttir skoraði mark Íslands undir lok fyrri hálfleiks af vítapunktinum. Ísland mætir Frakklandi á mánudag í síðasta leik sínum í riðlinum og hefst hann kl. 13:00 að íslenskum tíma.

Það lið sem endar í neðsta sæti riðilsins fellur niður í B deild undankeppninnar fyrir næstu umferð sem haldin verður í vor.