• fös. 21. okt. 2022
 • Landslið
 • A karla

A karla - Hópur fyrir fyrra nóvember verkefni

Arnar Þór Viðarsson, þjálfari A landsliðs karla, hefur valið leikmannahóp fyrir fyrra nóvember-verkefni liðsins, sem mætir Sádi-Arabíu í Sameinuðu arabísku furstadæmunum 6. nóvember. Unnið er að staðfestingu annars leiks, sem yrði hluti af sama verkefni, og vonast KSÍ til að geta staðfest þann leik strax eftir helgi.

Arnar Þór Viðarsson: “Leikirnir í fyrra verkefninu eru ekki innan FIFA-glugga og þess vegna veljum við 23 manna hóp, með 5 leikmenn til vara þar sem það er óvissa með þátttöku nokkurra leikmanna sem gætu verið að leika með sínum félagsliðum í umspilsleikjum. Þetta á eftir að skýrast. Sú staða gæti komið upp að einhverjir þeirra leikmanna sem eru á varalistanum yrðu kallaðir inn í 23 manna hópinn og við erum að tilkynna hópinn svona snemma að þessu sinni til að leikmenn sem eru að ljúka keppnistímabilum með sínum félagsliðum geti gert viðeigandi ráðstafanir. Vonandi náum við að klára að staðfesta annan leik fyrr þennan hóp og það skýrist væntanlega strax eftir helgi.

Markús Árni Vernharðsson leikgreinandi og Guðjón Örn Ingólfsson þolþjálfari, báðir frá Víkingi R., verða hluti af starfsliði landsliðsins í þessu verkefni. Arnar Þór: “Þetta styrkir samstarfið og gefur aðilum sem eru að standa sig mjög vel í tiltölulega nýjum störfum í íslenskri knattspyrnu möguleika á að vinna í landsliðsumhverfinu og gefur öllum aðilum möguleika á að læra af hver öðrum.”

* Uppfært 27. október:  Guðlaugur Victor Pálsson dró sig úr hópnum vegna meiðsla og í hans stað var valinn Júlíus Magnússon úr Víkingi (1 leikur).

Hópurinn:

 • Frederik August Albrecht Schram (M) - Valur - 5 leikir
 • Hákon Rafn Valdimarsson (M) - IF Elfsborg - 2 leikir
 • Sindri Kristinn Ólafsson (M) - Keflavík
 • Viktor Örn Margeirsson - Breiðablik
 • Róbert Orri Þorkelsson - CF Montreal
 • Damir Muminovic - Breiðablik - 2 leikir
 • Guðlaugur Victor Pálsson - D.C. United - 31 leikur, 1 mark *
 • Rúnar Þór Sigurgeirsson - Keflavík - 1 leikur
 • Logi Tómasson - Víkingur R. 
 • Hörður Ingi Gunnarsson - Sogndal IL - 1 leikur
 • Höskuldur Gunnlaugsson - Breiðablik - 5 leikir
 • Ísak Snær Þorvaldsson - Breiðablik
 • Dagur Dan Þórhallsson - Breiðablik
 • Viktor Karl Einarsson - Breiðablik - 2 leikir
 • Daníel Hafsteinsson - KA
 • Viktor Örlygur Andrason - Víkingur R. - 2 leikir
 • Aron Einar Gunnarsson - Al Arabi - 99 leikir, 2 mörk
 • Bjarki Steinn Bjarkason - Venezia FC
 • Valdimar Þór Ingimundarson - Sogndal IL - 1 leikur
 • Jónatan Ingi Jónsson - Sogndal IL
 • Jason Daði Svanþórsson - Breiðablik - 1 leikur
 • Danijel Dejan Djuric - Víkingur R.
 • Óttar Magnús Karlsson - Oakland Roots - 9 leikir, 2 mörk

Leikmenn til vara

 • Ólafur Kristófer Helgason (M) - Fylkir
 • Ívar Örn Árnason - KA
 • Þorri Már Þórisson - KA
 • Ari Sigurpálsson - Víkingur R.
 • Adam Ægir Pálsson - Víkingur R.

Seinna nóvember-verkefni íslenska liðsins verður svo þátttaka í Baltic Cup þar sem leika Eystrasaltslöndin Eistland, Lettland og Litháen, auk gestaþjóðarinnar Íslands. Þar mætir Ísland Litháen í undanúrslitum og mætir svo annað hvort Eistlandi eða Lettlandi í úrslitaleik um sigur í mótinu eða í leik um 3. sætið. Leikdagarnir eru 16. og 19. nóvember og verður hópurinn fyrir það verkefni tilkynntur síðar.