• þri. 15. nóv. 2022
  • Landslið
  • U21 karla

U21 karla mætir Skotlandi á fimmtudag

Mynd - Mummi Lú

U21 karla mætir Skotlandi á fimmtudag í vináttuleik, en leikið verður á Fir Park í Motherwell.

Leikurinn hefst kl. 19:30 að íslenskum tíma, en um er að ræða fyrsta leik liðsins síðan það tapaði gegn Tékklandi í umspili fyrir EM 2023.

Unnið er að því að sýna leikinn í beinni útsendingu á KSÍ TV og verða frekari fréttir af því birtar á miðlum KSÍ.