• fim. 17. nóv. 2022
  • Landslið
  • U21 karla

Sigur í Skotlandi hjá U21 karla

Mynd - Hulda Margrét Óladóttir

U21 karla vann flottan 2-1 sigur gegn Skotlandi í vinátttuleik, en leikið var á Fir Park í Motherwell.

Skotar tóku forystuna eftir hálftíma leik eftir góða skyndisókn. Leikurinn var nokkuð jafn í fyrri hálfleik, þó Skotar hafi verið ívið hættulegri þegar þeir sóttu að marki Íslands. Danijel Dejan Djuric átti besta færi Íslands rétt undir lok fyrri hálfleiks, en markvörður Skota varði skot hans vel. Skotar leiddu 1-0 í hálfleik.

Íslenska liðið kom af gríðarlegum krafti út í síðari hálfleik og aðeins eftir tveggja mínútna leik jafnaði Kristall Máni Ingason leikinn. Ísland hélt áfram að stjórna leiknum og var liðið að spila mun betur en í fyrri hálfleik. Á 59. mínútu var brotið á leikmanni íslenska liðsins og Kristall Máni Ingason steig á punktinn. Kristall Máni setti boltann af öryggi í netið og Ísland komið yfir eftir frábæra byrjun á síðari hálfleiknum.

Skotland setti nokkra pressu á íslensku vörnina í seinni hluta síðari hálfleiks, en vörnin hélt og flottur 2-1 sigur staðreynd.