• lau. 19. nóv. 2022
  • Landslið
  • A karla

Úrslitaleikur Baltic Cup í dag

A landslið karla mætir Lettlandi í úrslitaleik Eystrasaltsbikarsins (Baltic Cup) í Riga í dag.  Leikurinn hefst kl. 14:00 að íslenskum tíma og er í beinni útsendingu á RÚV.

Íslenska liðið lagði Litháen í undanúrslitum, hafði betur í vítaspyrnukeppni eftir markalausan leik.  Lettland lagði Eistland í sínum undanúrslitaleik, einnig eftir vítaspyrnukeppni.  Eistland og Litháen mætast í dag í Tallinn í leik um þriðja sætið á mótinu.

Ísland og Lettland hafa mæst 6 sinnum áður í A landsliðum karla.  Ísland hefur unnið tvo leiki, Lettland tvo, tvisvar hafa liðin skilið jöfn, og markatalan í leikjunum er jöfn, 11-11.

Fyrri viðureignir

A landslið karla