• sun. 08. jan. 2023
  • Landslið
  • A karla

Jafntefli gegn Eistlandi

A landslið karla gerði 1-1 jafntefli gegn Eistlandi, en leikið var á Algarve í Portúgal.

Íslenska liðið er í æfingabúðum í Portúgal og mætir Svíþjóð á fimmtudaginn í öðrum vináttuleik.

Eistland leiddi með einu marki í hálfleik, en Sergej Zenjov skoraði í lok fyrri hálfleiks með frábæru skoti í slánna og inn. Ísland byrjaði síðari hálflleik vel og fékk víti strax eftir sjö mínútna leik þegar brotið var á Kristal Mána Ingasyni. Andri Lucas Guðjohnsen steig á punktinn en spyrna hans var varin. 

Bæði lið voru nálægt því að skora það sem eftir lifði leiks, en á 90 mínútu fékk Ísland annað víti. Aftur steig Andri Lucas á punktinn og nú kom hann boltanum í netið. 1-1 jafntefli staðreynd eftir kaflaskiptan leik.

Líkt og kom fram hér að ofan mætir íslenska liðið Svíþjóð á fimmtudag. Sá leikur fer fram á Estadio Algarve og hefst hann kl. 18:00.