• fös. 13. jan. 2023
  • Landslið
  • A kvenna

Sara Björk leggur landsliðsskónna á hilluna

Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði A landsliðs kvenna, hefur ákveðið að leggja landsliðsskónna á hilluna.

Sara Björk lék á sínum ferli 145 A landsleiki og skoraði í þeim 24 mörk. Hún tók þátt í öllum fjórum lokamótum EM sem A kvenna hefur komist á, árin 2009, 2013, 2017 og 2022. 

Takk fyrir allar minningarnar Sara Björk!