• mið. 18. jan. 2023
  • Fræðsla
  • Barna- og unglingaráð

Vel heppnaður dagur barna- og unglingaráða

Ráðstefnan “Deilum því sem vel er gert” þar sem barna- og unglingaráð, og aðrir sem tengjast yngri flokka starfi komu saman, var haldin í höfuðstöðvum KSÍ laugardaginn 14. janúar 2023. Markmiðið með ráðstefnunni var að félögin myndu læra hvert af öðru og koma af stað samtali sín á milli. 

Átta erindi voru á dagskrá.

Yfirþjálfarar yngri flokka – Hlutverk yfirþjálfara yngri flokka, byggt á niðurstöðum Mastersverkefnis Aðalbjarnar Hannessonar frá HR – Arnar Bill Gunnarsson fræðslustjóri KSÍ

Dómaramál – Halldór Breiðfjörð Jóhannsson - Utanumhald um dómaramál hjá félögunum.

Sjálfboðaliðar – Jóhann Þór Jónsson sagði frá sjálfboðaliðum innan Breiðabliks með áherslu á Símamótið.

Fjáraflanir – Þorvar Hafsteinsson sagði frá netfjáröflun HK.

Hópavinna þar sem rætt var hvað þarf að vera í fyrirhugaðri handbók sem KSÍ ætlar að gefa út um starfsemi barna- og unglingaráða.

Linda Dagmar Hallfreðsdóttir og Páll Guðmundur Ásgeirsson fluttu erindi um mótamál þar sem einblínt var á skipulag í kringum Norðurálsmótið á Akranesi.

Linda Guðmundsdóttir, íþróttafulltrúi Þórs á Akureyri, kynnti hvernig þau hafa innleitt hugarþjálfun í starf sitt.

Páll Árnason annar af yfirþjálfurum yngri flokka hjá Stjörnunni sagði frá verkefni sem undirbýr unga iðkendur fyrir meistaraflokk – Skipting yngri flokka í Stjörnustarf og afreksstarf.

Jörundur Áki Sveinsson sviðsstjóri knattspyrnusviðs sagði meðal annars frá landsliðsstiganum og hvernig félögin geta hjálpað landsliðsþjálfurum í sinni vinnu t.d. með umgjörð leikja og samtali við landsliðsþjálfara.

 

Í hópavinnu þar sem rætt var hvað þarf að vera í fyrirhugaðri handbók fyrir starfsemi barna- og unglingaráða komu eftirfarandi punktar meðal annars fram:

- Að skilgreina þurfi starf Barna- og unglingaráða

- Viðbragðsáætlun eða leiðbeiningar um hvernig bregðast eigi við erfiðum málum sem upp koma í barna- og unglingastarfi.

- Listi yfir tengiliði vegna ýmissa mála innan KSÍ.

- Leiðbeiningar um mót og ferðalög.

- Leiðbeiningar um styrkleikaröðun á mótum yngri flokka.

- Leiðbeiningar varðandi tækni (Sportabler, Sideline, GPS o.fl.)

- Starfslýsingar fyrir foreldra/sjálfboðaliða.

- Foreldrafræðsla.

- Tillögur að vinnureglum varðandi t.d. fundahöld.

 

Hér má bæði lesa nánar um ráðstefnuna og nálgast upptöku og glærur frá ráðstefnunni.