• þri. 31. jan. 2023
  • Landslið
  • U21 karla

U21 karla - Ísland mætir Írlandi í mars

Mynd - Hulda Margrét Óladóttir

U21 karla mætir Írlandi í vináttuleik 26. mars.

Leikurinn fer fram á Turner's Cross í Cork. Þjóðirnar hafa mæst fimm sinnum í þessum aldursflokki. Ísland hefur unnið fjóra af þeim viðureignum og Írar eina. Liðin mættust síðast árið 2020 í undankeppni EM 2021 og endaði sá leikur með 2-1 sigri Ísland á Tallaght Stadium. Sveinn Aron Guðjohnsen og Valdimar Þór Ingimundarson skoruðu mörk Íslands í þeim leik.

Á fimmtudag, 2. febrúar, kl. 08:00 verður dregið í undankeppni EM 2025 hjá U21 karla og verður Ísland þar í þriðja styrkleikaflokki.

Styrkleikaflokkarnir: