• mið. 01. feb. 2023
  • Landslið
  • U21 karla

U21 karla - Dregið í undankeppni EM 2025 á fimmtudag

Dregið verður í undankeppni EM 2025 hjá U21 karla fimmtudaginn 2. febrúar.

Drátturinn hefst kl. 08:00 að íslenskum tíma og verður hægt að sjá hann í beinni útsendingu á vef UEFA.

Vefur UEFA

Lokakeppnin fer fram í Slóvakíu sumarið 2025. Ísland verður í þriðja styrkleikaflokki í drættinum, en hér að neðan má sjá alla flokkana.