• fim. 02. feb. 2023
  • Landslið
  • U21 karla

Dregið í undankeppni EM 2025 hjá U21 karla

U21 karla er í riðli með Danmörku, Tékklandi, Wales og Litháen í undankeppni EM 2025.

Þau lið sem enda í efsta sæti riðlanna fara beint í lokakeppnina ásamt þeim þremur liðum með bestan árangur í öðru sæti. Hin sex liðin sem enda í öðru sæti sinna riðla fara í umspil um sæti í lokakeppninni.

Leikir Íslands:

Ísland - Tékkland 12. september 2023

Litháen - Ísland 17. október 2023

Wales - Ísland 16. nóvember 2023

Tékkland - Ísland 26. mars 2024

Ísland - Danmörk 6. september 2024

Ísland - Wales 10. september 2024

Ísland - Litháen 10. október 2024

Danmörk - Ísland 15. október 2024

Fyrri viðureignir

U21 karla hefur mætt Danmörku oftast af mótherjum liðsins í undankeppninni, eða 12 sinnum. Ísland hefur unnið þrjá leiki, fimm hafa endað með jafntefli og fjórir með sigri Dana. Síðast mættust liðin í lokakeppni EM 2021 og endaði sá leikur með 2-0 sigri Dana. Ísland og Tékkland mættust síðast í umspili fyrir lokakeppni EM 2023 þar sem Tékkland hafði betur. Ísland og Wales hafa aðeins einu sinni mæst í þessum aldursflokki og var það árið 2013, en Wales vann þann leik 3-0. Ísland og Litháen hafa aftur á móti mæst fjórum sinnum í þessum aldursflokki, síðast árið 2003 þar sem Litháen vann 3-0.

Lokakeppnin fer fram í Slóvakíu í júní 2025.