• sun. 19. mar. 2023
  • Landslið
  • A kvenna

A kvenna - Ísland mætir Nýja Sjálandi 7. apríl

Ísland mætir Nýja Sjálandi í vináttuleik 7. apríl og fer hann fram í Antalya í Tyrklandi.

Leikurinn fer fram á Mardan Sports Complex í Antalya og hefst hann kl. 13:00 að íslenskum tíma. Leikurinn er fyrri af tveimur vináttuleikjum liðsins í apríl, en Ísland mætir svo Sviss 11. apríl á Stadion Letzigrund í Zürich. Sá leikur hefst kl. 17:00 að íslenskum tíma.

Hópur liðsins fyrir leikina tvo verður kynntur föstudaginn 24. mars.