• lau. 25. mar. 2023
  • U21 karla
  • Landslið

U21 karla - Ísland mætir Írlandi á sunnudag

U21 karla mætir Írlandi á sunnudag í vináttuleik í Cork á Írlandi.

Leikurinn fer fram á Turner's Cross í Cork og hefst hann kl. 15:00 að íslenskum tíma. Bein útsending verður frá honum á síðu stöðvar írska knattspyrnusambandsins. Hægt verður að horfa frítt á leikinn, en það þarf að skrá sig inn á síðuna til þess.

Hlekkur á leikinn

Ísland og Írland hafa mæst fimm sinnum í þessum aldursflokki. Ísland hefur unnið fjóra af þeim leikjum og Írland einn. Síðasti leikur liðanna endaði með 2-1 sigri Íslands á Írlandi í nóvember 2020.