• sun. 26. mar. 2023
  • Landslið
  • U21 karla

U21 karla - tap á Írlandi

U21 karla tapaði 1-2 gegn Írlandi í vináttuleik sem leikinn var í Cork á Írlandi.

Kristall Máni Ingason kom Ísland yfir á 14. mínútu og nokkrum mínútum síðar skoraði hann aftur, en það mark var dæmt af vegna rangstöðu. Írar gripu gæsina og jöfnuðu leikinn stuttu seinna. Staðan jöfn þegar dómari leiksins flautaði til hálfleiks.

Írar voru sterkari aðilinn í síðari hálfleik, komust yfir þegar innan við tíu mínútur voru eftir af leiknum og unnu leikinn 2-1.