• fös. 19. maí 2023
  • Heiðursmerki

Heiðursmerki KSÍ afhent á 50 ára afmæli Íþróttafélagsins Leiknis

Á dögunum fagnaði Íþróttafélagið Leiknir í Reykjavík 50 ára afmæli sínu og í tilefni af því var „nokkrum af helstu hetjum í sögu félagsins veitt gull- og silfurheiðursmerki KSÍ“ eins og segir í frétt á vef félagsins.

Heiðursmerki KSÍ eru veitt fyrir störf innan knattspyrnuhreyfingarinnar og aðeins veitt við sérstök tilefni til að mynda á stór afmælum félaga eða á ársþingum KSÍ.
Heiðursmerki úr silfri veitist þeim sem unnið hafa vel og dyggilega að eflingu knattspyrnuíþróttarinnar í áratug eða lengur.
Heiðursmerki úr gulli veitist aðeins þeim, sem unnið hafa knattspyrnuíþróttinni langvarandi og þýðingarmikil störf.

Hér er hægt að sjá frekari upplýsingar um heiðursviðurkenningar KSÍ

Frétt Íþróttafélagsins Leiknis um 50 ára afmæli þess