• fös. 19. maí 2023
  • Landslið
  • A karla

Mótsmiðasölu á undankeppni EM 2024 lokið

Mótsmiðasölu á undankeppni EM 2024 er lokið og seldust 1780 mótsmiðar.

Þetta er ein mesta sala á mótsmiðum hjá A karla síðan KSÍ hóf að selja mótsmiða á landsleiki liðsins.

Almenn miðasala á tvo fyrstu leiki Íslands í undankeppni EM 2024 hefst í byrjun júní. Miðasalan á leikinn gegn Slóvakíu sem fer fram 17. júní hefst 2. júní og svo 6. júní fyrir leikinn gegn Portúgal sem fer fram 20. júní.